Listi yfir Hólabiskupa
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnisyfirlit |
[breyta] Í kaþólskum sið
- 1106 – 1121: Jón Ögmundsson
- 1122 – 1145: Ketill Þorsteinsson
- 1147 – 1162: Björn Gilsson
- 1163 – 1201: Brandur Sæmundsson
- 1203 – 1237: Guðmundur góði Arason
- 1238 – 1247: Bótólfur (norskur)
- 1247 – 1260: Heinrekur Kársson (norskur)
- 1263 – 1264: Brandur Jónsson
- 1267 – 1313: Jörundur Þorsteinsson
- 1313 – 1322: Auðunn rauði (norskur)
- 1324 – 1331: Lárentíus Kálfsson
- 1332 – 1341: Egill Eyjólfsson
- 1342 – 1356: Ormur Ásláksson (norskur)
- 1358 – 1390: Jón skalli Eiríksson (norskur)
- 1391 – 1411: Pétur Nikulásson (danskur)
- 1411 – 1423: Jón Tófason eða Jón Henriksson (sænskur)
- 1425 – 1435: Jón Vilhjálmsson Craxton (enskur)
- 1435 – 1440: Jón Bloxwich (enskur)
- 1441 – 1441: Robert Wodborn (enskur)
- 1442 – 1457: Gottskálk Keniksson (norskur)
- 1458 – 1495: Ólafur Rögnvaldsson (norskur)
- 1496 – 1520: Gottskálk grimmi Nikulásson (norskur)
- 1524 – 1550: Jón Arason
[breyta] Í lútherskum sið
- 1552 – 1569: Ólafur Hjaltason
- 1571 – 1627: Guðbrandur Þorláksson
- 1628 – 1656: Þorlákur Skúlason
- 1657 – 1684: Gísli Þorláksson
- 1684 – 1690: Jón Vigfússon
- 1692 – 1696: Einar Þorsteinsson
- 1697 – 1710: Björn Þorleifsson
- 1711 – 1739: Steinn Jónsson
- 1741 – 1745: Ludvig Harboe (danskur)
- 1746 – 1752: Halldór Brynjólfsson
- 1755 – 1779: Gísli Magnússon
- 1780 – 1781: Jón Teitsson
- 1784 – 1787: Árni Þórarinsson
- 1789 – 1798: Sigurður Stefánsson
[breyta] Vígslubiskupar í Hólabiskupsdæmi
Hólastifti og Skálholtsstifti voru endurreist með lögum 1909. Urðu þá til embætti vígslubiskupa. Aðalverkefni þeirra er að vígja biskup Íslands, ef fráfarandi biskup getur það ekki. Vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi hefur verið búsettur á Hólum frá 1986.
Með lögum 1990 var mælt fyrir um endurreisn gömlu biskupssetranna á Hólum og í Skálholti, og að vígslubiskupar gegni prestsstörfum í sinni sókn. Varð Hólastaður þá formlega biskupssetur á ný.
Árið 1970 var Strandasýsla lögð undir Húnavatnsprófastsdæmi. Árið 2003 var Hólabiskupsdæmi víkkað út til austurs, og nær nú einnig yfir Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi, sem tekin voru undan Skálholtsbiskupsdæmi til þess að jafna stærð umdæmanna.
- 1909 – 1927: Geir Sæmundsson á Akureyri.
- 1928 – 1937: Hálfdán Guðjónsson á Sauðárkróki.
- 1937 – 1959: Friðrik J. Rafnar á Akureyri.
- 1959 – 1969: Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.
- 1969 – 1981: Pétur Sigurgeirsson á Akureyri.
- 1982 – 1991: Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, og á Hólum frá 1986.
- 1991 – 2002: Bolli Gústavsson á Hólum.
- 2003 – : Jón Aðalsteinn Baldvinsson á Hólum.