See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Landsvirkjun - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Landsvirkjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landsvirkjun
Gerð: Opinbert fyrirtæki
Slagorð: Góðir straumar í 40 ár.
Stofnað: 1. júlí 1965
Staðsetning: Reykjavík, Ísland
Lykilmenn: Páll Magnússon, stjórnarformaður, Friðrik Sophusson, forstjóri
Starfsemi: Nýting orkuauðlinda
Starfsmenn: 300
Vefslóð: www.landsvirkjun.is

Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki í eigu Íslenska ríkisins sem vinnur að rannsóknum og nýtingu á orkuauðlindum Íslands. Landsvirkjun rekur í þeim tilgangi nokkrar vatnsaflsvirkjanir og framleiðir orku fyrir notkun á heimilum landsins og í stóriðju.

Í nóvember 2006 samþykktu borgarstjórn Reykjavíkurborgar og bæjarstjórn Akureyrar að selja hluti sína í Landsvirkjun. Lögum þar að lútandi var breytt í desember.[1][2] Hagnaður Landsvirkjunar var rúmir 3,5 milljarður króna árið 2006 samanborið við tæplega 6,3 milljarða 2005.[3]

Efnisyfirlit

[breyta] Saga

Landsvirkjun var stofnuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg 1. júlí 1965. Þá féll í skaut Landsvirkjunar að sjá um rekstur Ljósafossvirkjunar, Steingrímsvirkjunar og Írafossvirkjunar við Sogið. Fyrst um sinn beitti Landsvirkjun sér eingöngu á suðvestur- og vesturlandi. Fyrsta stórframkvæmd Landsvirkjunar var bygging Búrfellsvirkjunar sem lauk á árunum 1969-70. Þá byggði Landsvirkjun Sigölduvirkjun á árunum 1973-77. Árið 1977 hófust framkvæmdir við Hrauneyjarfossvirkjun og var hún tilbúin 1981.

Árið 1983 keypti Akureyrarbær 5% eignarhlut í Landsvirkjun af Reykjavíkurborg, þá eignaðist Landsvirkjun Laxárvirkjun og gufuaflstöðina við Bjarnarflag. Árið 1984 réðist Landsvirkjun til framkvæmda við Blönduvirkjun og var hún tekin í rekstur 1991. Árið 1985 keypti Landsvirkjun Kröfluvirkjun af íslenska ríkinu og tók þar með við rekstri hennar. Árið 1997 hófust framkvæmdir við Sultartangavirkjun í Þjórsá og var hún fullbúin 2000. Árið 1999 var Vatnsfellsvirkjun byggð og lauk þeim framkvæmdum 2001.

Um þessar mundir stendur yfir bygging Kárahnjúkavirkjunnar norðan Vatnajökuls og hefur hönnun þriggja virkjana neðst í Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið boðin út.

Árið 2005 kom út bókin „Landsvirkjun 1965 - 2005, fyrirtækið og umhverfi þess“. [1]

[breyta] Starfsmenn

Í bæklingi sem Landsvirkjun gaf út sem heitir „Orkan okkar“ kemur fram að árið 2003 störfuðu rúmlega 300 manns hjá fyrirtækinu. [2] Friðrik Sophusson er forstjóri.

Í stjórn sitja:

  • Páll Magnússon (formaður), bæjarritari
  • Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst
  • Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Akureyri
  • Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Hveragerði
  • Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri, Reykjavík

Varamenn í stjórn eru:

  • Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi, Egilsstöðum
  • Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Reykjavík
  • Þórður Sverrisson, forstjóri, Hafnarfirði
  • Ágústa Björnsdóttir, útibússtjóri, Egilsstöðum

[breyta] Virkjanir reknar af Landsvirkjun

Virkjun Uppsett afl (MW) Orkuvinnslugeta (GWh)
Sogsvirkjun 90 553
Búrfellsvirkjun 270 2093
Hrauneyjarfossvirkjun 210 960
Sigölduvirkjun 150 650
Laxárvirkjun 28 180
Kröfluvirkjun 60 480
Blönduvirkjun 150 720
Sultartangavirkjun 120 880
Vatnsfellsvirkjun 90 430
Kárahnjúkavirkjun 690 4460

[breyta] Tengt efni

[breyta] Tilvísanir

[breyta] Tenglar

Á öðrum tungumálum


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -