Benito Mussolini
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benito "Il Duce" Mussolini | |
Fædd(ur) | Benito Amilcare Andrea Mussolini 29. júní 1883 Predappio, Ítalíu |
---|---|
Látin(n) | 28. apríl 1945 Giulino di Messegra, Ítalíu Tekinn af lífi |
Þekktur fyrir | Að stjórna Ítalíu í seinni heimstyrjöldinni og að vera einn af upphafsmönnum fasisma |
Starf/staða | Stjórnmálamaður, fréttamaður, rithöfundur |
Trú | Trúlaus, seinna Kaðólskur |
Benito Amilcare Andrea Mussolini ▶ (29. júlí 1883 í Predappio nærri Forlì á Ítalíu – 28. apríl, 1945 Giulino di Mezzegra nærri Como á Ítalíu) var ítalskur blaðamaður, rithöfundur, stjórnmálamaður og að lokum einræðisherra sem ríkti yfir Ítalíu á árunum 1922–1943. Hann var sjálfur helsti kenningasmiður ítalska fasismans. Undir hans stjórn varð Ítalía að fasistaríki þar sem ríkti flokksræði, ritskoðun og markviss útskúfun allrar stjórnarandstöðu. Þegar hann gerðist bandamaður nasista í Síðari heimsstyrjöldinni varð Ítalía eitt af skotmörkum bandamanna. Innrás bandamanna á Suður-Ítalíu varð að lokum til þess að hann missti völdin og var á endanum handtekinn nálægt Mílanó (þar sem hann var á flótta til Sviss) og tekinn af lífi af flokki ítalskra andspyrnumanna.
Fyrirrennari: Luigi Facta |
|
Eftirmaður: Pietro Badoglio |