Auschwitz
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Auschwitz (Konzentrationslager Auschwitz-Birkenau, KZ Auschwitz) voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Búðirnar samanstóðu af þremur aðalbúðum og rúmlega 40 undirbúðum. Auschwitz var þýska nafnið á bænum Oświęcim sem er staðsettur um 60 kílómetra vestur af Kraká í Suður-Póllandi.
Búðirnar voru teknar í notkun árið 1940 þegar Pólland var hernumið af Þjóðverjum. Auschwitz búðirnar léku lykilhlutverk í lokalausninni svokölluðu eða útrýmingu gyðinga. Í það minnsta 1,1 milljón manns voru drepnar í búðunum, þar af var 90% gyðingar. Nákvæm tala hefur ekki fundist en efri mörk hennar er 1,6 milljón manns.
Þrjár helstu búðirnar voru:
- Auschwitz I. Upphaflegu fangabúðirnar þar sem stjórn búðanna allra fór fram. Um 70.000 manns voru drepnar í þessum búðum, megnið pólskir og sovéskir stríðsfangar.
- Auschwitz II (eða Birkenau). Útrúmingabúðir þar sem a.m.k. 1,1 milljón gyðinga, 75.000 Pólverjar og 19.000 rúmenskir sígaunar voru drepnir.
- Auschwitz III (eða Monowitz). Þrælkunarbúðir fyrir Buna-Werke verksmiðju þýska fyrirtækisins IG Farben.