Ráðherra
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðherra er embættistitill einstaklings sem stýrir ráðuneyti og situr í ríkisstjórn lands.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ísland
Ráðherra hefur setið á Íslandi frá 1. febrúar 1904. Á Íslandi framkvæmir ráðherra vald forseta. Því fara ráðherrar með framkvæmdavald. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Þannig getur Alþingi kært ráðherra fyrir Landsdóm vegna alvarlegra brota í embætti. Það hefur þó ekki enn gerst í sögu Íslands. Þingræðisreglan segir að ríkisstjórnin geti einvörðungu setið með stuðningi meirihluta þings. Alþingi getur fellt einstaka ráðherra eða ríkisstjórnina verði vantrauststillaga samþykkt.
Samkvæmt stjórnarskránni skipar forseti Íslands ráðherra og veitir þeim lausn, forseti ákveður tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim. Ráðherrar skipa ríkisráð undir forsæti forseta Íslands. Sá ráðherra sem forseti hefur kvatt til forsætis á ráðherrafundum hvar nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnmálaefni skulu rædd, nefnist forsætisráðherra og stýrir hann fundum ráðherranna sem eru nefndir ríkisstjórnafundir. Vegna embættisins hafa ráðherrar rétt til setu á Alþingi með málfrelsi og geta ráðherrar borið fram mál á Alþingi þó þeir hafi ekki verið kjörnir til setu þar, því geta þeir sem ekki eru þingmenn sest í ráðherra stól. En atkvæðisrétt á alþingi hafa einungis kjörnir Alþingismenn.
Sú hefð þróast á Íslandi að sá sem hefur umboð til myndunar ríkisstjórnar, leggur til við forseta hverjir skuli verða ráðherrar hvaða málaflokks, að fengnu samkomulagi þeirra sem þar eru tilnefndir. Þeir sem tilnefndir eru hafa verið jafnan skipaðir ráðherrar og sá sem náði samkomulagi um myndun ríkisstjórnar settur í forsæti. Verkaskipting ráðherra hefur miðast við lög um Stjórnarráð Íslands sem sett voru 1969.
- Forsætisráðuneytið
- Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
- Félagsmálaráðuneytið
- Fjármálaráðuneytið
- Hagstofa Íslands[1]
- Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
- Iðnaðarráðuneytið[2]
- Landbúnaðarráðuneytið
- Menntamálaráðuneytið
- Samgönguráðuneytið
- Sjávarútvegsráðuneytið
- Umhverfisráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Viðskiptaráðuneytið[2]
Ríkisstjóri Íslands Sveinn Björnsson skipaði ríkisstjórn sem nefnd var utanþingsstjórn árið 1942 vegna þess að ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar voru ekki alþingismenn. Eins var Ólafur Ragnar Grímsson ekki alþingismaður meðan hann gengdi embætti fjármálaráðherra 1988-1991 og Jón Sigurðsson, núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra situr ekki á þingi.
[breyta] Færeyjar
Í Færeyjum nefnast ráðherrar Landstýrirmenn, enda sitja þeir í Landsstjórninni og hafa titil sinn þaðan, Lögmaður titlast sá sem stýrir fundum þeirra. Lögmaður einn getur sett eða leyst Landstjórnarmenn úr starfi sínu. Lögþings formaður, sem janfgildir forseta Alþingis, getur leyst Lögmann úr starfi byðji Lögmaður sjálfur um að vera leystur frá ellegar vantrausttillaga hafi verið samþykkt með atkvæðum helmings allra þingmanna Færeyja. Eins hefur veitir Lögþingsformaður stjórnarmyndunarumboð. Lögmaður starfar uns nýr Lögmaður hefur verið settur í embætti. Afsögn Lögmanns er alfarið undir honum sjálfum komin. Í apríl 2002 var kosið til Lögþingsins og Lögmaður samdi um áframhaldandi stjórn að loknum kosningum án þess að þing hefði verið kallað saman í milli tíðinni.
[breyta] Bretland
Á Bretlandi tíðkast það að ráðherra sé valinn úr röðum þingmanna. Forsætisráðherra er skipaður af konungi/drottningu.
[breyta] Bandaríkin
Í Bandaríkjunum tilnefnir forseti ráðherra sem eru honum til ráðgjafar.
[breyta] Heimildir
- ↑ Forsætisráðherra fer með stjórn Hagstofunnar
- ↑ 2,0 2,1 Iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið hafa verið rekin sem eitt ráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið frá 28. september 1988.