1904
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
- 1. janúar - Fyrsta byggingarsamþykkt Reykjavíkur gekk í gildi. Samkvæmt henni var framvegis bannað að reisa torfbæi í bæjarlandinu. Fyrsti byggingafulltrúi Reykjavíkur tók til starfa.
- 1. febrúar - Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann með aðsetur á Íslandi. Aðsetur hans var í Reykjavík. Magnús Stephensen lét af embætti landshöfðingja.
- 17. maí - Guðmundur Björnsson læknir ræddi um nauðsyn þess að leiða vatn til Reykjavíkur.
- 7. júní - Íslandsbanki hinn eldri tók til starfa. Bankinn hafði einkarétt á seðlaútgáfu og starfaði til ársins 1930.
- 20. júní - Bílaöld hófst á Íslandi er fyrsti bíllinn kom til landsins á vegum Ditlev Thomsen, kaupmanns. Bíllinn var gamall og slæmt eintak af gerðinni Cudell og gerði ekki mikla lukku.
- Haustið - Gamli skóli tekinn í notkun á Akureyri.
- 1. október - Latínuskólanum var skipt í lærdómsdeild og gagnfræðadeild og hét eftir það Hinn almenni menntaskóli. Björn M. Ólsen rektor lét af embætti.
- Nóvember - John Ambrose Fleming fann upp rafeindalampann.
- 12. desember - Fyrsta almenningsrafveitan var sett upp á Íslandi í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal.
- 27. desember - Abbey Theatre opnaði í Dublin.
[breyta] Ódagsettir atburðir
- Trésmiðjan Völundur hf. var stofnuð.
- Prentarahlutafélagið Gutenberg var stofnað.
- Kvenfélagið Hringurinn var stofnað.
- Iðnskólinn í Reykjavík tók til starfa í Vinaminni.
- Heckelfónninn var fyrst kynntur til sögunnar.
[breyta] Fædd
- 7. janúar - Binni í Gröf, íslenskur skipstjóri (d. 1972).
- 11. janúar - Steinþór Sigurðsson, náttúrufræðingur (d. 1947).
- 2. mars - Dr. Seuss, bandarískur rithöfundur (d. 1991).
- 7. mars - Reinhard Heydrich, yfirmaður öryggisþjónustu Þriðja ríkisins (d. 1942).
- 11. mars - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (d. 1987).
- 20. mars - Burrhus Frederic Skinner, bandarískur sálfræðingur (d. 1990).
- 22. apríl - Robert Oppenheimer, bandarískur eðlisfræðingur (d. 1967).
- 11. maí - Salvador Dalí, spænskur listamaður (d. 1989).
- 2. júní - Johnny Weissmuller, bandarískur sundkappi og leikari (d. 1984).
- 5. júlí - Ernst Mayr, bandarískur líffræðingur (d. 2005).
- 12. júlí - Pablo Neruda, síleanskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1973).
- 15. júlí - Anton Tsjekhov, rússneskur smásagnahöfundur og leikskáld (f. 1860).
- 2. október - Graham Greene, enskur rithöfundur (d. 1991).
[breyta] Dáin
- 1. maí - Antonín Dvořák, tékkneskt tónskáld (f. 1841).
- 10. maí - Henry Morton Stanley, bandarískur blaðamaður og landkönnuður (f. 1841).
- 3. júlí - Theodor Herzl, austurrískur síonisti (f. 1860).
- 24. september - Niels Ryberg Finsen, læknir og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1860).
- 29. október - Arnljótur Ólafsson, hagfræðingur og stjórnmálamaður (f. 1823).
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Rayleigh Lávarður (John William Strutt)
- Efnafræði - Sir William Ramsay
- Læknisfræði - Ivan Petrovich Pavlov
- Bókmenntir - Frédéric Mistral, José Echegaray y Eizaguirre
- Friðarverðlaun - Institut de droit international