Lífdísill
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífdísill er eldsneyti sem búið er til úr jurtaolíum og feiti. Lífdísill er skaðlaust efni sem brotnar niður í náttúrunni.
Efnisyfirlit |
[breyta] Notkun
Lífdísill má nota sem eldsneyti á bifreiðar í stað dieselolíu og nota má lífdísil sem hitagjafa í stað olíuhitara. Lífdísill leysir upp gúmmí og því er verður að skipta út gúmmíhlutum í hitakerfum ef nota á lífdísil. Það er fremur einfalt. Ekki er unnt að nota lífdísill til að knýja eldri bifreiðar vegna þess að þá var gúmmí notað við framleiðsluna en bifreiðar sem framleiddar eru eftir árið 1995 eru þannig að gúmmí er ekki í pakningum og því hægara um vik að nota lífdísill.
Hægt er að blanda lífdísil í aðra orkugjafa og er víðast hvar notað kerfi sem kennt er við "B" þátt til tiltaka hve mikið er af lífdísli í eldsneytisblöndu. Þannig er eldsneyti sem inniheldur 20% lífdísil merkt með B20. Hreinn lífdísill er merktur með B100. Venjulega má nota eldsneyti sem inniheldur 20% lífdísil á dísilbifreiðar án þess að breyta þeim neitt. Notkun á lífdísil fer vaxandi.
[breyta] Einkenni
Lífdísill er vökvi sem er breytilegur á lit - frá gullnum lit til dökkbrúns litar. Hann blandast ekki vatni, sýður við hátt hitastig 150°C og er því ekki eldfimt efni. Þéttleiki lífdísils er ~ 0.88 g/cm³, sem er minna en þéttleiki vatns.
Lífdísill er endurnýjanlegt eldsneyti sem hægt er að framleiða úr þörungum, jurtaolíum, dýrafitu og við endurvinnslu á olíu frá veitingastöðum. Lífdísill hefur betri smureiginleika en hefðbundin jarðefnadísilolía. Lífdísill úr dýrafitu getur myndað kristalla og stíflað síur við lágt hitastig (um -5°C).
Það er hægt að framleiða lífdísil úr margs konar olíum t.d. er algengt að framleiða hann úr repjuolíu og sojabaunaolíu. Það er einnig hægt að vinna lífdísil úr þörungum. Á hitabeltissvæðum í Malasíu og Indónesíu er lífdísill unninn úr pálmafeiti.
[breyta] Myndasafn
[breyta] Heimildir
- Greinin „Biodiesel“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. október 2007.
- Framleiðsla lífdísils úr úrgangsfitu