Guðjón Friðriksson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guðjón Friðriksson (fæddur þann 9. mars 1945) er sagnfræðingur og rithöfundur frá Reykjavík.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ferill
Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum við Laugalæk 1970 - 1972 og íslenskukennari í Menntaskólanum á Ísafirði 1972 - 1975. Blaðamaður á Þjóðviljanum í Reykjavík 1976 - 1985, þar af ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1980 - 1984. Árið 1985 var Guðjón ráðinn af Reykjavíkurborg sem einn af ritstjórum Sögu Reykjavíkur og var í því starfi til 1991. Síðan hefur hann verið sjálfstætt starfandi rithöfundur og sagnfræðingur og liggja eftir hann fjölmörg ritverk. Starfandi í Reykjavíkurakademíunni frá 2001.
[breyta] Bækur
- Forsetakjör 1980 (1980)
- Vigdís forseti (1981)
- Togarasaga Magnúsar Runólfssonar (1983)
- Á tímum friðar og ófriðar 1924-1925.Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar (1983)
- Reykjavík bernsku minnar. Viðtalsbók (1985)
- Bærinn vaknar. Saga Reykjavíkur 1870-1940 (tvö bindi 1991 og 1994)
- Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu:
- Með sverðið í annari hendi og plóginn í hinni (1991)
- Dómsmálaráðherrann (1992)
- Ljónið öskrar (1993)
- Indæla Reykjavík. Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt (1995)
- Indæla Reykjavík. Gamli Vesturbærinn (1996)
- Einar Benediktsson. Ævisaga (þrjú bindi 1997, 1998 og 2000)
- Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar frá upphafi til vorra daga (2000)
- Jón Sigurðsson. Ævisaga (tvö bindi 2002 og 2003)
- Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein (2005)
[breyta] Helstu félagsstörf
Í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1966 - 1967, menningarráði Ísafjarðar 1974 - 1975, stjórn Torfusamtakanna frá 1985, formaður þeirra 1987 - 1998, Minja og sögu frá 1988, Rithöfundasambands Íslands 1996 - 2002 og Minjaverndar 1999 - 2000.