Verðbólga
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verðbólga er hugtak í hagfræði, sem á við efnahagsástand sem einkennist af síhækkandi verðlagi á vörum og þjónustu yfir langt tímabil. Eftirspurnarverðbólga er verðbólga sem kemur til vegna þess að eftirspurn er meiri en framboð vöru og þjónustu. Kostnaðarverðbólga er verðbólga sem er tilkomin vegna þess að laun hækka umfram framleiðni. Óðaverðbólga var heiti sem notað var í fjölmiðlum á 8. áratug 20. aldar til að lýsa verðbólgu á Íslandi. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu.
[breyta] Tenglar
- Hvað er verðbólga?; grein úr Morgunblaðinu 1983
- Vísindavefurinn: „Hvað er verðbólga?“
- Vísindavefurinn: „Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er mínus-verðbólga?“