See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Tyrkjaránið - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Tyrkjaránið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum

Tyrkjaránið var atburður í sögu Íslands sem átti sér stað á fyrri helmingi 17. aldar þegar sjóræningjar rændu fólki í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum og seldu í þrældóm í Barbaríinu. Nokkuð af fólkinu var síðar leyst út og tókst að snúa heim aftur og segja sögu sína.

Efnisyfirlit

[breyta] Sést til skipa í Vestmannaeyjum

Mánudaginn 16. júlí 1627 réðust um 300 sjóræningjar frá Algeirsborg á Vestmannaeyjar. Snemma morguns þann dag sáust í landsuður af Eyjum, þrjú skip, er stefndu að eyjunum. Mikill ótti greip fólk í Vestmannaeyjum, þegar sást til skipanna, enda höfðu Vestmannaeyingar frétt af ránum í Grindavík og víðar um landið. Höfðu þeir því komið sér upp vörnum við höfnina. Sjóræningjarnir sigldu hins vegar fram hjá höfninni, suður með eynni og gengu þeir á land á Ræningjatanga og komu þannig Eyjamönnum í opna skjöldu.

Af ræningjunum er það að segja, að þeir fóru í þrem hópum í kaupstaðinn. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það, bundu og ráku á undan sér niður í þorpið. Sama gilti jafnvel líka um búpening, sem á vegi þeirra varð. Þeir, sem komust ekki nógu hratt, voru höggnir í sundur og drepnir. Á efstu bæjunum hefur fólkið orðið verst úti, þar sem ræningjana bar svo fljótt að og óvænt. Neðst í bænum komst fólkið fremur undan og leitaði skjóls í hellum og gjótum.

Sjóræningjarnir dvöldu 3 daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á Ræningjaflöt í Lyngfellisdal. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem flúði til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í fjöll. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í Hundraðmannahelli og Fiskhellum.

[breyta] Landakirkja

Landakirkju brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu. Kirkjuklukkunum mun hins vegar hafa verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju

[breyta] Ránsfengurinn

Alls námu sjóræningjarnir 242 Vestmannaeyinga á brott og seldu hæstbjóðendum á uppboði í Algeirsborg. Þeir drápu um 36 manns og um 200 manns tókst að fela sig. Eflaust er Tyrkjaránið óhugnanlegasti atburður sem yfir Vestmannaeyjar hefur dunið. Næst því kemst svo eldgosið á Heimaey 1973.

[breyta] Heimildir

Á öðrum tungumálum


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -