John McCain
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Sidney McCain III (f. í Panama 29. ágúst 1936) er forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum 2008 og öldungardeildarþingmaður fyrir Arizona fylki.
McCain var í bandaríska sjóhernum þegar Bandaríkjamenn tóku þátt í Víetnamstríðinu. Í stríðinu var hann tekinn sem stríðsfangi og þurfti að þola hryllilegar pyntingar. McCain var kjörinn þingmaður í öldungadeildinni árið 1986. Hann gaf kost á sér til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2000 en varð undir í forkosningaslag fyrir George W. Bush, sem var síðar kjörinn forseti.
John McCain hlaut útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins 4. mars 2008 - með sigri í Texas, Vermont, Rhode Island og Ohio náði hann lágmarkinu, 1.191 þingfulltrúa.
Verði McCain kjörinn forseti þann 4. nóvember 2008 verður hann elsti forseti Bandaríkjanna, þá orðinn 72 ára gamall.