Jimmy Carter
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Earl „Jimmy“ Carter, Jr. (fæddur 1. október 1924) er bandarískur stjórnmálamaður. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna (á árunum 1977-1981)og vann friðarverðlaun Nóbels árið 2002. Jimmy Carter tók við af Gerald Ford sem að hafði áður verið varaforseti, en hann tók við embættinu af Richard Nixon sem sagði af sér vegna Watergatemálsins. Jimmy Carter tókst ekki ætlunarverk sitt, sem var að vinna bug á efnahagsvanda sem að ríkti á þessum tíma í Bandaríkjunum. Verðbólga tók að magnast og atvinnuleysi jókst. Jimmy Carter var demókrati. Sá sem tók við af honum var Ronald Reagan árið 1981.
Fyrirrennari: Gerald Ford |
|
Eftirmaður: Ronald Reagan |