Jón Magnússon (f. 1859)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Magnússon (16. janúar 1859 – 23. júní 1926) var íslenskur stjórnmálamaður, þingmaður fyrir Heimastjórnarflokkinn og náinn samstarfsmaður Hannesar Hafstein. Hann tók við forystu flokksins af Hannesi og varð forsætisráðherra í fyrstu samsteypustjórninni sem mynduð var 1917.
1924 varð hann aftur forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn og gegndi því embætti til dauðadags.
Fyrirrennari: Ráðherra Íslands |
|
Eftirmaður: Sigurður Eggerz |
|||
Fyrirrennari: Sigurður Eggerz |
|
Eftirmaður: Magnús Guðmundsson |