Einar K. Guðfinnsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar K. Guðfinnsson (EKG) | |
Fæðingardagur: | 2. desember 1955 (52 ára) |
Fæðingarstaður: | Bolungarvík |
5. þingmaður Norðvesturkjördæmis | |
Flokkur: | Sjálfstæðisflokkurinn |
Þingsetutímabil | |
1991-2003 | í Vestf. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
2003- | í Norðvest. fyrir Sjálfstfl. ✽ |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
1995-1999 | Formaður samgöngunefndar |
1999-2005 | Formaður kjörbréfanefndar |
1999-2003 | Formaður sjávarútvegsnefndar |
2003 | Formaður efnahags- og viðskiptanefndar |
1998-2005 | Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins |
2004-2005 | Formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál |
2003-2005 | Þingflokksformaður |
2005- | Sjávarútvegsráðherra |
2007- | Landbúnaðarráðherra |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis – Vefsíða |
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hann er fjórði þingmaður Norðvesturkjördæmis er fæddur í Bolungarvík 2. desember árið 1955. Hann er sonur hjónanna Guðfinns Einarssonar fyrrverandi forstjóra sem nú er látinn og konu hans Maríu K. Haraldsdóttur húsmóður. Eiginkona Einars er Sigrún J. Þórisdóttir, lengst af kennari en nú starfsmaður SP Fjármögnunar og á hann þrjú börn; Guðfinn Ólaf, Sigrúnu Maríu og Pétur.
Efnisyfirlit |
[breyta] Nám og störf
Einar Kristinn lauk stúdentprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði vorið 1975 og gerðist þá blaðamaður Vísis, sem þá var undir ritstjórn Þorsteins Pálssonar. Voru það viðburðarík ár, enda margt að gerast á fjölmiðlamarkaðnum, s.s. stofnun Dagblaðsins – DB og aukin fjölmiðlaharka í tengslum við hið kunna Geirfinnsmál. Einar Kristinn hóf nám í stjórnmálafræði við Essex háskóla á Bretlandseyjum haustið 1977 og lauk prófi árið 1980. Einar Kristinn gerði hlé á námi sínu skólaárið 1979-80 þegar alþingiskosningar brustu óvænt á en eftir því var leitað að hann kæmi heim og blandaði sér í slaginn. Þann vetur settist hann í fyrsta sinn á þing, í hálfan mánuð. Að loknu námi sneri Einar Kristinn ásamt Sigrúnu eiginkonu sinni til Bolungarvíkur, þar sem hann vann við skrifstofustörf og síðar útgerðarstjórn hjá fyrirtækjum Einars Guðfinnssonar hf. en Sigrún sneri sér að kennslu en vann þó um skeið á skrifstofunni hjá EG hf.
[breyta] Störf á Alþingi
Vorið 1991 var Einar Kristinn kosinn á Alþingi og sat þá í fjárlaganefnd, félagsmálanefnd og landbúnaðarnefnd. Í kosningunum árið 1995 leiddi hann framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum að loknu öflugu prófkjöri og varð eftir þær kosningar fyrsti þingmaður Vestfirðinga sem hann var allar götur síðan, eða þar til kjördæmið var lagt niður. Að loknum kosningum 1995 var Einari Kristni falinn formennska í samgöngunefnd Alþingis og sat þá jafnframt í félagsmálanefnd. Á kjörtímabilinu 1999 til 2003 var hann lengst af formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis og frá áramótum 2002/2003 tók hann við formennsku í efnahags og viðskiptanefnd. Lét Einar Kristinn þá af formennsku í sjávarútvegsnefnd en sat þar áfram auk þess að sitja í utanríkismálanefnd og sem formaður kjörbréfanefndar. Á því kjörtímabili sem hófst við kosningarnar 10. maí 2003 settist Einar Kristinn í utanríkismálanefnd og sjávarútvegsnefnd og var áfram formaður kjörbréfanefndar.
Árið 1998 var Einar Kristinn kjörinn í stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var varaformaður hans kjörtímabilið 1999 til 2003. Hann tók síðan við formennsku þingflokksins 22. maí 2003 og var þingflokksformaður til 26. september 2005.
Einar Kristinn tók við embætti sjávarútvegsráðherra 27. september 2005.
Einar Kristinn hefur verið fulltrúi Alþingis á þingum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), fyrst á árinu 1991. Árið 1998 tók hann við formennsku Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins og hefur sinnt því síðan. Frá árinu 2001 hefur Einar Kristinn og verið formaður einnar af fjórum meginnefndum sambandsins; um efnahags-, viðskipta - og félagsmál. Breytingar urðu á skipulagi IPU árið 2003 og á þingi þess í Santíagó í Chile var hann kjörinn formaður einnar af helstu nefndum Alþjóðaþingmannasambandins (var fjarstaddur). Vorið 2002 kaus þing IPU Einar Kristinn síðan til þess að vinna skýrslu um fjármögnun þróunarverkefna, var skýrslan rædd og tekin afstaða tekin til hennar á þingi IPU í Genf haustið 2003. Var hún samþykkt eftir miklar, fjörugar og á tíðum harðar umræður. Þá var Einar Kristinn formaður nefndar um málefni Mið- Austurlanda á þingi IPU í Marrakesh í Marokkó á árinu 2001. Var afar vandasamt að koma þar saman sameiginlegu áliti þar sem í nefndinni sátu m.a.bæði fulltrúar Palestínuaraba og Ísraels.
[breyta] Félagsstörf
Einar Kristinn hefur tekið þátt í margþættu félagsstarfi. Upphafið má segja að hafi verið þegar hann var kjörinn formaður málfundafélags Menntaskólans á Ísafirði, þá sat hann í stjórn skólafélagsins, í skólastjórn sem fulltrúi nemenda og var í margvíslegu öðru félagsstarfi. Árin 1975 – 1977 sat Einar Kristinn í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna undir formennsku Friðriks Sophussonar. Sú stjórn mótaði hina merku stefnumótun sem kunn er undir nafninu Báknið burt. Gefið var út m.a. blað sem dreift var um land allt þar sem sjónarmið SUS voru kynnt og ritstýrði Einar Kristinn því. Vesturland blað vestfirskra sjálfstæðismanna og Einar Kristinn hafa átt langa samleið. Upphaflega á árunum 1977 til 1991 þegar hann ritstýrði blaðinu en síðan þá hefur Einar Kristinn oftlega annast útgáfu jólablaðs Vesturlands auk þess að ritstýra einstaka blaði, allt eftir því sem tími hefur unnist til.
Á árunum 1982 til 1990 var hann formaður Fræðsluráðs Vestfjarða og um líkt leyti formaður skólanefndarinnar í Bolungarvík. Á þeim tíma sem Einar Kristinn var útgerðarstjóri EG hf. sat hann um tíma í stjórn og var í samninganefndum fyrir Útvegsmannafélag Vestfjarða og sótti nokkur þing LÍÚ. Hann varð fyrst fulltrúi á Fiskiþingi árið 1985 og sat þar til 1991 og sem stjórnarformaður Fiskifélags Íslands 1994 til 1998. Einar Kristinn sat í stjórn Byggðastofnunar árin 1995 til 2001, var formaður byggðanefndar forsætisráðherra árin 1998 til 1999, sat í hafnarráði frá árinu 1999 til 2003 og var formaður Ferðamálaráðs Íslands frá vorinu 2002 allt þar til hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra. Einar Kristinn tók árið 2004 sæti í nefnd á vegum forsætisráðherra sem hefur með stefnumótun í Evrópumálum að gera.
Fyrirrennari: Árni M. Mathiesen |
|
Eftirmaður: enn í embætti |
|||
Fyrirrennari: Guðni Ágústsson |
|
Eftirmaður: enn í embætti |