Suðurskautslandið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suðurskautslandið (einnig kallað Suðurheimskautslandið eða Antarktíka) er syðsta heimsálfa jarðarinnar og er Suðurpóllinn á henni. Það er staðsett á suðurhveli jarðar, að miklu leiti fyrir sunnan Suður-heimskautsbaugur, og er umlukið Suður-Íshafinu. Suðurskautslandið er u.þ.b. 14 milljón ferkílómetrar og er því fimmta stærsta heimsálfan að flatarmáli á eftir Asíu, Afríku, Norður Ameríku og Suður Ameríku. 98% ef flatarmáli Suðurskautslandsins er þakið jökulís, sem er að meðaltali 1,6 kílómetra þykkur.
Að meðaltali er Suðurskautslandið kaldasta, þurrasta og vindasamasta heimsálfan og hefur hæstu hæð að meðaltali yfir sjávarmáli af öllum heimsálfum [1]. Fyrst að það er lítil úrkoma nema við strendurnar, þá eru innviði álfunnar tæknilega séð stærsta eyðimörk í heimi. Á Suðurskautslandinu eiga engir menn varanleg heimili og þar eru engin ummerki um núverandi eða forsögulegar byggðir innfæddra manna. Aðeins plöntur og dýr sem þola kulda vel lifa að þar, t.d. mörgæsir, nokkrar tegundir hreifadýra , mosar, fléttur, og margar tegundir af þörungum.
Þrátt fyrir að goðsagnir og getgátur um Terra Australis (“Landið í suðri”) megi rekja aftur í fyrndina, er það almennt viðurkennt að Suðurskautslandið hafi fyrst sést í rússneskum leiðangri árið 1820 með Mikhail Lazarev og Fabian Gottlieb von Bellingshausen í fararbroddi. Hinsvegar var heimsálfunni gefinn lítill gaumur fram á 20. öldina vegna fjandsamlegs veðurfars, skorts á auðlindum, og einangrunar.
[breyta] Jarðsaga
Við lok Krítartímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára, var Suðurskautslandið enn tengt bæði Ástralíu og S-Ameríku, sem leifar af Gondwana. Endanleg einangrun Suðurskautslandsins fól því í sér tvo tektóníska atburði, opnun Tasmaníusundsins fyrir sunnan Ástralíu og opnun Drakesundsins við suðurodda S-Ameríku.
Lengi hefur verið deilt um hvenær Suðurskautslandið og S-Ameríku skildi að. Lagðar hafa verið fram tímasetningar á bilinu fyrir 49 til 17 milljónum ára[1]. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar reynt að tímasetja aðskilnað meginlandanna út frá samsætuhlutfalli neódýms (Nd) í fisktönnum í borkjörnum. Þannig hefur verið hægt að greina hvenær saltvatn úr Kyrrahafinu kom yfir í Atlantshafið og hefur það tímasett rek S-Ameríku frá Suðurskautslandinu fyrir um 41 milljón ára[1].
Á sama tíma rak Ástralíu töluvert hratt frá Suðurskautslandinu þannig að grunnt hafsvæði hafði myndast á milli meginlandanna, þar sem Tasmaníusund er nú. Fyrir 35 milljónum ára dýpkaði sundið svo að hafstraumar áttu orðið greiða leið um það og fyrir um 30 milljónum ára höfðu úthafsaðstæður myndast þar[2].
Einangrun Suðurskautslandsins hafði í för með sér myndun Suðurskauts-pólstraumsins umhverfis álfuna, en hann er einn af kröftugri og rúmmeiri úthafsstraumum jarðarinnar. Vegna hans kemst hlýrri sjór að norðan ekki upp að ströndum Suðurskautslandsins en það kólnaði svo í kjölfarið að pólís tók að myndast og hafði það í för með sér mikla hnattræna kólnun.
[breyta] Heimildir
- ↑ 1,0 1,1 Scher, H. D. og E. E. Martin. „Timing and Climatic Consequences of the Opening of Drake Passage“. Science. 312 () (2006): 428-430.
- ↑ Stickley, C. E. et al.. „Timing and nature of the deepening of the Tasmanian Gateway“. Paleoceanography. 19 () (2004): PA4027, doi:10.1029/2004PA001022.
[breyta] Tenglar
- L.L. Ivanov et al, Topographic map of Livingston Island and Greenwich Island
- Antarctic Place-names Commission of Bulgaria
Heimsálfurnar |
---|
Asía | Afríka | Norður-Ameríka | Suður-Ameríka | Suðurskautslandið | Evrópa | Eyjaálfa (Ástralía) |