Indlandshaf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fimm úthöf jarðar |
|
Indlandshaf er þriðja stærsta úthaf jarðar og þekur um 20% af yfirborði hennar, eða 73.556.000 km². Það markast af suðurströnd Asíu í norðri (Indlandsskaga), Arabíuskaganum og Afríku í vestri, í austri af Malakkaskaga, Sundeyjum og Ástralíu og í suðri af Suður-Íshafinu. Það greinist frá Atlantshafinu við 20. lengdargráðu austur og frá Kyrrahafi við 147. lengdargráðu austur. Nyrsti punktur Indlandshafs er í Persaflóa. Eyríki í Indlandshafi eru Madagaskar, Kómoreyjar, Seychelleseyjar, Maldíveyjar, Máritíus og Srí Lanka. Indónesía er við jaðar þess.