John F. Kennedy
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Fitzgerald Kennedy (29. maí 1917 – 22. nóvember 1963) var 35. forseti Bandaríkjanna fyrir demókrata frá 20. janúar 1961 þar til hann var myrtur í Dallas, Texas 1963. Hann var kaþólskur og af írskum ættum. Forsetatíð hans einkenndist meðal annars af deilum við Kúbu, innrásinni í Svínaflóa 1961 og Kúbudeilunni við Sovétríkin 1962.
Fyrirrennari: Dwight D. Eisenhower |
|
Eftirmaður: Lyndon B. Johnson |
[breyta] Tenglar