Dwight D. Eisenhower
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dwight David Eisenhower (14. október 1890 – 28. mars 1969) var 34. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1953 til 20. janúar 1961 fyrir repúblikana. Í Síðari heimsstyrjöldinni var hann yfirmaður alls herafla Bandamanna í Evrópu og stjórnaði meðal annars innrásum í Frakkland og Þýskaland 1944 til 1945. 1949 varð hann fyrsti yfirhershöfðingi herja NATO. Í forsetatíð hans lauk Kóreustríðinu 1953, auknu fé var veitt til þróunar kjarnavopna og kapphlaupið um geiminn hófst.
Fyrirrennari: Harry S. Truman |
|
Eftirmaður: John F. Kennedy |