25. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2008 Allir dagar |
25. mars er 84. dagur ársins (85. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 281 dagur er eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1807 - Breska þingið bannaði þrælaverslun.
- 1821 - Grikkir gerðu uppreisn gegn Tyrkjum og lýstu yfir sjálfstæði.
- 1838 - Til landsins kom póstskip, sem hafði lent í hrakningum við Dyrhólaey og hrakti til Noregs, þar sem það hafði beðið færis að komast til Íslands í fjóra mánuði.
- 1901 - Fyrsta tvígengisdíselvélin var sýnd í Manchester.
- 1957 - Rómarsáttmálinn var samþykktur með þátttöku Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Frakklands, Ítalíu og Vestur-Þýskalands. Gildistökudagur var 1. janúar 1958.
- 1975 - Vatnsfjörður í Barðastrandarsýslu var friðlýstur, um 100 km² lands. Til Vatnsfjarðar kom Hrafna-Flóki, sem nefndi landið Ísland, svo sem sagt er frá í Landnámu.
- 1975 - Faisal, konungur Sádí-Arabíu var myrtur af frænda sínum.
- 1992 - Alþingi afnam sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiskiskipum á Íslandi.
[breyta] Fædd
- 1947 - Elton John, breskur söngvari og lagahöfundur
[breyta] Dáin
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |