12. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2008 Allir dagar |
12. mars er 71. dagur ársins (72. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 294 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 515 fKr - Byggingu musterisins í Jerúsalem lauk.
- 1088 - Úrbanus 2. varð páfi.
- 1144 - Lúsíus 2. varð páfi.
- 1554 - Klausturhald var formlega aflagt á Íslandi.
- 1610 - Sænskur her undir stjórn Jacob de la Gardie lagði Moskvu undir sig.
- 1894 - Coca Cola var selt á flöskum í fyrsta sinn.
- 1913 - Canberra varð höfuðborg Ástralíu.
- 1916 - Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkurinn voru stofnuð. Fyrsti formaður var Jón Baldvinsson.
- 1921 - Eldur varð laus í vitanum á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eftir að eldingu laust niður í hann.
- 1921 - Þjóðsöngur Tyrklands, İstiklâl Marşı, var tekinn upp.
- 1965 - Hljómsveitin Hljómar gaf út sína fyrstu plötu með lögunum „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“, hvort tveggja eftir Gunnar Þórðarson.
- 1965 - Hljómleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói. Þar kom fram breska hljómsveitin The Searchers ásamt íslensku hljómsveitunum Tónum og Sóló.
- 1967 - Indira Gandhi var kjörin formaður Kongressflokksins og forsætisráðherra Indlands.
- 1967 - Sukarno, forseta Indónesíu, var steypt af stóli.
- 1968 - Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1974 - Háskóli Íslands sæmdi Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson titlinum doctor litterarum islandicum honoris causa.
- 1977 - Íslenska kvikmyndin Morðsaga var frumsýnd.
- 1987 - Söngleikurinn Vesalingarnir var frumsýndur á Broadway í New York-borg.
- 2003 - Alþjóða heilbrigðistofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna bráðalungnabólgu.
[breyta] Fædd
- 1613 - André Le Nôtre, franskur landslagsarkitekt og garðyrkjumaður (d. 1700).
- 1685 - George Berkeley, írskur heimspekingur (d. 1753).
- 1759 - Rasmus Nyerup, danskur sagnfræðingur (d. 1829).
- 1831 - Clement Studebaker, bandarískur bílasmiður (d. 1901).
- 1824 - Gustav Kirchhoff, þýskur eðlisfræðingur (d. 1887).
- 1888 - Þórbergur Þórðarson, rithöfundur (d. 1974).
- 1923 - Hjalmar Andersen, norskur skautahlaupari.
- 1947 - Mitt Romney, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1953 - Ron Jeremy, bandarískur leikari.
- 1957 - Steve Harris, enskur tónlistarmaður (Iron Maiden).
- 1957 - Marlon Jackson, bandarískur söngvari (The Jackson 5).
- 1962 - Jón Bjarni Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1970 - Marta Nordal, íslensk leikkona.
- 1979 - Pete Doherty, tónlistarmaður (The Libertines og Babyshambles).
- 1985 - Bradley Wright-Phillips, enskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Danny Jones, breskur söngvari (McFly).
[breyta] Dáin
- 417 - Innósentíus 1. páfi.
- 1316 - Konungurinn Stefán Dragútín af Serbíu.
- 1628 - John Bull, enskt tónskáld (f. um 1562).
- 1648 - Tirso de Molina, spænskt leikskáld (f. um 1571).
- 1943 - Gustav Vigeland, norskur höggmyndalistamaður (f. 1869).
- 1945 - Anna Frank, þýsk-fædd dagbókarskrifari (f. 1929).
- 1973 - Einar Sveinsson, íslenskur arkitekt (f. 1906).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |