18. mars
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Feb – Mars – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 | |||||
2008 Allir dagar |
18. mars er 77. dagur ársins (78. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 288 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 37 - Caligula varð keisari Rómar.
- 417 - Sosimus varð páfi.
- 731 - Gregoríus 3. varð páfi.
- 1229 - Friðrik 2. keisari krýndi sjálfan sig konung Jerúsalem í sjöttu krossferðinni.
- 1325 - Borgin Tenochtitlan var stofnuð í Mexíkó.
- 1488 - Albert 2. af Habsborg varð konungur Þýskalands.
- 1608 - Susenyos varð Eþíópíukeisari.
- 1760 - Embættið landlæknir, landfysikus, var stofnað á Íslandi með úrskurði Danakonungs, hliðstætt embætti danskra stiftslækna og varð Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir Íslands.
- 1772 - Björn Jónsson skipaður fyrsti lyfsali á Íslandi með aðsetur í Nesi við Seltjörn.
- 1871 - 25 karlar og tvær konur hvöttu til þess að stofnaður yrði kvennaskóli í Reykjavík í ávarpi til Íslendinga. Skólinn var stofnaður og tók til starfa 1874.
- 1871 - Parísarkommúnan var stofnuð.
- 1913 - Georg 1. Grikklandskonungur var myrtur.
- 1921 - Stríði Sovétríkjanna og Póllands lauk með Riga-sáttmálanum.
- 1922 - Mahatma Gandhi var dæmdur í sex ára fangelsi á Indlandi fyrir borgaralega óhlýðni. Hann sat í fangelsi í tvö ár.
- 1926 - Útvarpsstöð tók formlega til starfa í Reykjavík. Hún hætti fljótlega, en í kjölfarið hóf Ríkisútvarpið útsendingar 1930.
- 1945 - Rithöfundafélag Ísland klofnaði á aðalfundi og Félag íslenskra rithöfunda var stofnað.
- 1967 - Risaolíuskipið Torrey Canion strandaði á rifi fyrir utan Wales. Um 120 þúsund tonn af olíu fóru í hafið og ollu gífurlegu tjóni.
- 1971 - Hæstiréttur Danmerkur kvað upp úrskurð sem gerði dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handrit sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
- 1992 - Microsoft setti Windows 3.1 á markað.
- 2004 - Lið MR tapaði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í fyrsta skipti síðan 1992.
- 2005 - Hjómsveitin Jakobínarína sigraði músíktilraunir með miklum meirihluta atkvæða, bæði dómnefndar og áhorfenda
[breyta] Fædd
- 1603 - Jóhann 4. Portúgalskonungur (d. 1656).
- 1634 - Marie-Madeleine de La Fayette, franskur rithöfundur (d. 1693).
- 1837 - Grover Cleveland, fyrrum Bandaríkjaforseti (d. 1908).
- 1936 - F.W. de Klerk, fyrrum forseti Suður-Afríku.
- 1974 - Páll Pálsson, íslenskur leikari.
- 1977 - Zdeno Chara, slóvakískur íshokkíleikmaður.
[breyta] Dáin
- 978 - Játvarður píslarvottur, Englandskonungur (f. um 962).
- 1227 - Honoríus 3. páfi.
- 1314 - Jacques de Molay stórmeistari Musterisriddaranna var brenndur á báli.
- 1983 - Úmbertó 2. fyrrum konungur Ítalíu (f. 1904).
- 1996 - Odysseas Elytis, grískt skáld (f. 1911).
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |