Díselvél
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Díselvélar eru sprengihreyflar, rétt eins og bensínvélar. Díselvélin var fundin upp árið 1892 af þýska verkfræðingnum Rudolf Diesel.
Díselvélar sprengja eldsneyti undir eigin þrýstingi, ferlið fer fram þannig að eldsneyti er sprautað inn í sprengirýmið með dísum eftir að lofti hefur verið þjappað í rýminu. Við þetta kviknar í olíunni undan þrýstingi. Ólíkt bensínvélum, sem að blandar bensín og lofti saman áður en að kveikt er í eldsneytinu, þarf díselvélin ekki kerti til þess að kveikja í eldsneytinu.