See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Renín - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Renín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  Teknetín  
Volfram Renín Osmín
  Bohrín  

Efnatákn Re
Sætistala 75
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 21020,0 kg/
Harka 7,0
Atómmassi 186,207(1) g/mól
Bræðslumark 3459,0 K
Suðumark 5869,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Renín er frumefni með efnatáknið Re og er númer 75 í lotukerfinu. Þetta er silfurhvítur, sjaldgæfur, þungur og fjölgildur hliðarmálmur sem efnafræðilega líkist mangani og er notað í sumar málmblöndur. Renín er fengið sem aukaafurð við hreinsun mólýbdens. Þetta var síðasta náttúrulega frumefnið sem að uppgötvað var og tilheyrir tíu dýrustu málmum á Jörðinni.

Efnisyfirlit

[breyta] Almennir eiginleikar

Renín er silfurhvítur málmur, með mikinn gljáa, og hefur eitt hæsta bræðslumark allra frumefna, á eftir volfram og kolefni. Það er einnig með hæsta eðlismassann, á eftir platínu, iridíni og osmíni. Oxunarstig reníns má telja, -1, +1, +2, +3, +4, +5, +6 og +7. Oxunarstig +7, +6, +4, +2 og -1 eru þó algengust.

Það er yfirleitt keypt í formi dufts, en hægt er að þétta það i´fast form með því að valsa og sindra það í lofttæmi eða í vetnisandrúmslofti. Þegar renín er hert er það sveigjanlegt og er þá hægt að beygja það, vefja það í vafninga, eða valsa það. Renín-mólýbden málmblöndur eru ofurleiðandi við 10 K.

[breyta] Notkun

Þetta frumefni er notað í platínu-renín hvata sem að eru þá aðallega notaðir í framleiðslu á blýlausu, háoktana bensíni og í háhita ofurmálmblöndur sem að notaðar eru í þotuhreyfla.

Önnur not:

  • Mikið notað í glóðaþræði í atómmassamæla og í jónunarmæla.
  • Bætiefni í volfram- og mólybdenmálmblöndur til að ljá þeim nytsamlega eiginleika.
  • Renínhvatar eru mjög þolnir gagnvart efnaeitrun og eru þess vegna notaðir í sumar tegundir af vetnistengingarferlum.
  • Efni í snerta sökum góðs slitþols og eiginleika þess að standast ljósbogatæringu.
  • Tvinn sem að innihalda blöndu af renín og volfram eru notuð til að mæla hitastig upp að 2200 °C.
  • Renín vírar eru notaðir í leifturljós í ljósmyndun.

[breyta] Saga

Renín (Latína Rhenus sem að þýðir „Rín“) var síðasta náttúrulega frumefnið sem uppgötvað var. Tilvist áður óuppgötvaðs frumefnis í þessari stöðu í lotukerfinu var spáð fyrir af Henry Moseley árið 1914. Það er yfirleitt talið hafa verið uppgötvað af Walter Noddack, Ida Tacke, og Otto Berg í Þýskalandi. Árið 1925 tilkynntu þau að þau hefðu fundið frumefnið í platínugrýti og í kólumbíti. Þau fundu einnig renín í gadoliníti og mólýbdenglans. Árið 1928 náðu þau að vinna eitt gramm af frumefninu með því að vinna 660 kg af mólýbdenglans.

Þetta ferli var svo flókið og dýrt í rekstri að framleiðslu var hætt þangað til snemma árið 1950 að tungsten-renín og mólýbden-renín málmblöndur voru búnar til. Fundin voru mikilvæg not fyrir þessar málmblöndur í iðnaði að eftirspurn eftir reníni unnu úr mólýbdenglanshluta dílótts koparbergs jókst gífurlega.

[breyta] Tilvist

Renín finnst nátturulega hvorki í frjálsu formi né sem efnasamband í aðgreindum steintegundum. Það er víða dreift yfir skorpu jarðar í um 0,001 miljónarhluta. Renín er unnið úr mólýbden reykrörsdufti úr koparsúlfíðgrýti. Sumt mólýbdengrýti hefur að geyma á milli 0,002% til 0,2% renín. Málmform reníns er framleitt með því að rýra ammoníak perrenít með vetni við hátt hitastig.

[breyta] Samsætur

Náttúrulegt renín er blanda af einni stöugri samsætu og einni geislavirkri samsætu með mjög langan helmingunartíma. Það eru þekktar 26 aðrar óstöðugar samsætur.

[breyta] Varúðarráðstafanir

Lítið er vitað um eituráhrif reníns og skyldi það því vera meðhöndlað varlega.

[breyta] Útværir hlekkir


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -