Web - Amazon

We provide Linux to the World

ON AMAZON:


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
John Maynard Keynes - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

John Maynard Keynes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Keynes (t.h.) ásamt Harry Dexter White.
Keynes (t.h.) ásamt Harry Dexter White.

John Maynard Keynes (5. júní 1883 - 21. apríl 1946) var mikilsvirtur hagfræðingur, og kenningar hans um að ríkisvaldinu bæri að stýra heildareftirspurninni í samfélaginu höfðu mikil áhrif á hagstjórn í heiminum eftir heimsstyrjöldina síðari. Frægasta bók hans, Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga, hefur áhrif enn þann dag í dag á hagfræðina, þó að margir telji kenningar hans ekki hafa staðist tímans tönn. Þær hafa ætíð verið umdeildar.

Efnisyfirlit

[breyta] Æviágrip

John Maynard Keynes fæddist 1883 í Cambridge á Englandi. Faðir hans var hagfræðingur og móðir hans var fyrsta konan til að útskrifast úr King's College í Cambridge. Hann lauk B.A. prófi 1905 og M.A. prófi 1909 og starfaði svo við ýmsar stofnanir, m.a. breska seðlabankann. Árið 1919 fór hann til Versala í Frakklandi sem hagfræðilegur ráðgjafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Lloyd George. Þar var Versalasamningurinn undirritaður, en þar var kveðið á um stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru látnir greiða. Keynes taldi þær allt of háar og sagði þær grafa undan efnahag Þjóðverja. (Sveen og Aastad:442) Í framhaldi af þessu skrifaði hann bókina Áhrif friðar á efnahag (enska: The Economic Consequences of the Peace). Sú bók var víða lesin en tekið með nokkrum fyrirvara.

[breyta] Kenningin

Helsta verk Keynes var kenningin um hlutverk ríkisvalds í efnahagsstjórnun. Kenningar hans urðu fyrst kunnar 1929 og voru þá settar inn í stefnuskrá frjálslynda flokksins í Bretlandi. Sumir vilja meina að þar hafi grunnur verið lagður að hugmyndafræði miðjuaflanna, þar sem öfgum til hægri og vinstri hafi verið hafnað.

Keynes taldi að kreppan mikla hefði komið til vegna þess að minna var notað og meira sparað af tekjunum. Eyðslan og eftirspurnin var ekki nóg. Þar með var til komið fjármagn á lausu; það ætti ríkið að taka að láni og koma í umferð meiri peningum en það gat aflað með sköttum. Út af því fjármagni sem lá óhreyft í sparnaði átti fjármagnsinnspýtingin ekki að valda verðbólgu, heldur myndi jafnvægi milli eyðslu og sparnaðar nást aftur. Keynes sagði, að út af fyrir sig, væri það gott að borga hópi manna til að moka skurð einn dag og fylla svo aftur upp í skurðinn næsta dag, til þess eins að koma peningum af stað. Reyndar taldi hann að vegagerð væri heppilegustu verkefnin til að veita fólki vinnu og auka peningaflæði um hagkerfið. Hann mat margföldunaráhrifin vera á milli 2 og 3, sem þýðir að fyrir hverja krónu sem notuð var umfram tekjur á krepputíma, yrðu til verðmæti upp á tvær eða þrjár krónur úti í samfélaginu. (Dudley Dillard:604)

„Og það skrýtna var að í sögunni hjá Keynes var enginn skúrkur sem kenna mátti um allt saman. Það þýddi ekkert að skamma kapítalistana fyrir að vilja ekki fjárfesta. Þeir voru allir af vilja gerðir en það var engin eftirspurn, studd peningum til að kaupa vörurnar. Og það þýddi lítið að skamma atvinnuleysingjana sem samkvæmt kenningunni brugðust skyldu sinni um að spara.“ (Jón Baldvin og Kolbrún:115) Þetta var því ekki það vegasalt sem kapítalistar höfðu haldið fram að hagkerfið væri, heldur lyfta, sem stundum færi upp en dytti stundum niður. Þegar það gerðist þyrfti að setja rafmagnið á aftur til að hún fengist haggað upp á við.

[breyta] Mótrök

Kenningin var hins vegar langt í frá gallalaus. Stór galli var á gjöf Njarðar sem ekki kom fyllilega í ljós fyrr en 1931. Aukin kaupgeta á heimamarkaði leiðir nefnilega óumflýjanlega til aukins innflutnings sem aftur leiðir til þess að gjaldeyrisjöfnuðinum er ógnað. Breska pundinu, sem enginn bjóst við að yrði haggað, skrikaði fótur.

Keynes tók kenninguna og prjónaði örlítið við hana; sagði að þegar ríkið fengi peninga að láni og kæmi þeim inn í hagkerfið til að auka eftirspurn, yrðu innflutningstollar, innflutningsstýring eða eitthvað sambærilegt að fylgja.

Hugmyndafræði Keynes hefur ekki staðist tímans tönn. E.t.v. sást honum yfir að hagkerfi er ekki eins og vel smurð vél og mannlega hegðun er ekki hægt að kryfja til mergjar. Það skapar augljósa hættu að færa miðstýrt fjárfestingarvald á hendur fárra eins og mörg ríki hafa sopið seyðið af, þar á meðal Ísland. (Margeir Pétursson)

Margir töldu að hagkerfið myndi ævinlega leita jafnvægis við fulla nýtingu framleiðsluþátta fyrir tilverknað hinnar ósýnilegu handar markaðarins. Íhlutun í þann viðkvæma stillibúnað hagkerfisins gerði því aðeins illt. (Jón Baldvin og Kolbrún:113) Austurríski hagfræðingurinn Schumpeter var ætíð á öndverðum meiði við Keynes. Schumpeter taldi að kapítalisminn væri bestur óheftur og að ríkisafskipti dræpu að lokum frumkvöðulinn í dróma og kapítalismann í leiðinni. Kannski þarna felist kjarni hugmyndafræðilegs ágreinings pólitíkur okkar tíma.

[breyta] Kenningin í praxís

Segja má að sátt hafi ríkt um uppbyggingu velferðarkerfa í anda kenninga Keynes frá lokum fjórða áratugarins og fram á þann áttunda, bæði á Íslandi og annars staðar. Forseti Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, Kennedy, framfylgdi til að mynda kenningum Keynes og í kjölfarið fylgdi lengsta hagvaxtarskeið BNA til þeirra tíma. (Dillard:719) En þegar kom fram á áttunda áratuginn fóru að koma upp efasemdir um að þessi hagfræði stæðist. Til dæmis fór hagvöxtur minnkandi víða í V-Evrópu auk þess sem verðbólga og atvinnuleysi fóru vaxandi. Hagfræðingar fóru að telja rót vandans felast í útþenslu ríkisins, sem í vaxandi mæli sogaði til sín fjármagn og hefði lamandi áhrif á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. (Stefanía Óskarsdóttir:2)

Upp úr þessu unnu þeir sigur í kosningum sem afneituðu keynesismanum. Kosning Ronald Reagan í Bandaríkjunum og Margaret Thatcher í Bretlandi eru órækar sannanir þess. Reyndar mistókust margar aðgerðir Ronalds, en núorðið telja menn að það megi rekja til þess að bandarískur iðnaður hafi ekki verið undir þær búinn. Seinna var róið að því öllum árum að efla samkeppnishæfni fyrirtækja og einstaklinga og hefur það skilað tilætluðum árangri. Má í því sambandi nefna Bill Clinton, sem notaði það sem eitt af sínum aðalkosningamálum í forsetakosningunum árið 1992.

[breyta] Eftirþankar

Að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar er Keynes sennilega áhrifamesti einstaklingur liðinnar aldar, nema ef Einstein þætti merkari. Þó svo að kenningar Keynes hafi nú verið lagðar á hilluna, er ekki loku fyrir það skotið að áhrifanna gæti enn. Skemmst er að minnast þeirra 6 milljarða sem ríkisstjórn Íslands ákvað að verja til vegagerðar og uppbyggingar annars konar, sem fellur óneitanlega undir keynesisma.

Keynes dó í Sussex árið 1946, 63 ára að aldri. Hann er af mörgum talinn einn merkasti hugsuður 20. aldarinnar.

[breyta] Heimildir

  • Dillard, Dudlay (1967). Economic developmet of the North Atlantic Community. New Jersey, BNA: Prentice-Hall, Inc.
  • Jón Baldvin Hannibalsson og Kolbrún Bergþórsdóttir (2002). Tilhugalíf. Reykjavík: Vaka Helgafell.
  • Keynes, John Maynard. Encyclopædia Britannica. Sótt þann 14. 02. 2003, af Encyclopædia Britannica Online. http://search.eb.com/eb/article?eu=46281
  • Margeir Pétursson (2002). „Spákaupmennska og forsjárhyggja“. Sótt þann 22.02.2003 af vef MP-Verðbréfa. [1]
  • Stefanía Óskarsdóttir (2000). Útvarpserindi flutt í þættinum Víðsjá á Rás 1. Sótt þann 22.02.2003 af heimasíðu hennar, [2].
  • Sveen og Aastad (1995). Heimsbyggðin, saga mannkyns frá öndverðu til nútímans. Reykjavík: Mál og Menning.
Static Wikipedia 2008 (March - no images)

aa - ab - als - am - an - ang - ar - arc - as - bar - bat_smg - bi - bug - bxr - cho - co - cr - csb - cv - cy - eo - es - et - eu - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - frp - fur - fy - ga - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - jbo - jv - ka - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - ms - mt - mus - my - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nn - -

Static Wikipedia 2007 (no images)

aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -
https://www.classicistranieri.it - https://www.ebooksgratis.com - https://www.gutenbergaustralia.com - https://www.englishwikipedia.com - https://www.wikipediazim.com - https://www.wikisourcezim.com - https://www.projectgutenberg.net - https://www.projectgutenberg.es - https://www.radioascolto.com - https://www.debitoformativo.it - https://www.wikipediaforschools.org - https://www.projectgutenbergzim.com