Che Guevara
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ernesto "Ché" Guevara | |
Fædd(ur) | Ernesto Guevara 14. júní 1928 Argentína |
---|---|
Látin(n) | 9. október 1967 Bólivía Myrtur |
Þekktur fyrir | Að vera byltingarmaður |
Starf/staða | Hermaður |
Ernesto Rafael Guevara de la Serna (14. júní 1928 – 9. október 1967), betur þekktur sem „Che“ Guevara. Hann er þekktastur sem byltingarsinnaður Marxisti og einn af hershöfðingjum Fidels Castro.
Hann útskrifaðist úr læknisfræði við Háskóla Buenos Aires 1953 og fór þaðan til Guatemala og ætlaði sér að taka þátt í byltingu sem síðar var blásin af. Hann fór síðan til Mexíkó, þar sem hann kynntist Fidel Castro og Raúl, bróður hans. Hann fylgdi þeim til Kúbu sem læknir en barðist síðan með þeim og varð síðar gerður einn af hershöfðingjum Castro. Eftir að Castro hafði tekist að ná völdum á Kúbu 1959 var Che gerður að iðnaðar- og landbúnaðarráðherra og síðar að seðlabankastjóra. Hann fór til Bólivíu 1966 og myndaði lið skæruliða og ætlaði að bylta stjórn landsins, en náðist af bólivískum yfirvöldum og var skotinn 9. október 1967.