Æsir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Æsir getur einnig átt við karlmannsnafnið Æsir
Hluti af greinaflokknum Norræn goðafræði |
Helstu goð |
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif Vanir: Njörður, Freyja, Freyr |
Aðrir |
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel, Ægir Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Heiðrún, Tanngnjóstur og Tanngrisnir, Huginn og Muninn Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar |
Staðir |
Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils |
Rit |
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum |
Trúfélög |
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst, Reykjavíkurgoðorð. |
Æsir er annar af tveimur flokkum goða í norrænni goðafræði og sá meiri. Hinn flokkurinn eru Vanir. Æsir búa, samkvæmt goðafræðinni, í Ásgarði. Ættfaðir ása og æðstur þeirra er Óðinn sem var sonur jötunsins Bestlu og risans Bors. Bor var sonur Búra sem var sleiktur úr hrími Ginnungagaps af Auðhumlu. Óðinn og bræður hans Vili (eða Vílir) og Vé sköpuðu heiminn úr líkama jötunsins Ýmis sem þeir drápu. Síðar sköpuðu þeir mennina úr viði Emblu og Ask. Aðrir mikilvægir æsir eru meðal annarra þrumuguðinn Þór (en hann var mest dýrkaður á Íslandi fyrr á öldum), Baldur hinn bjarti,Týr guð hernaðar og bardaga, hinn hrekkvísi og klaufski Loki (sem má reyndar deila um hvort hafi verið Ás eða ekki), Frigg kona Óðins og Iðunn sem gætti eplanna sem héldu goðunum ungum.