Ástralskur fótbolti
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ástralskur fótbolti er íþróttagrein sem, þrátt fyrir nafnið, líkist meira rúgbý eða gelískum fótbolta en eiginlegum fótbolta. Leikurinn fer fram á sporöskjulaga velli (eins og krikketvelli, en þeir eru oft notaðir) og markmiðið er að skora í mörk á sitthvorum enda vallarins. Mörkin eru tvö og hvort fyrir sig er markað af fjórum stöngum, tveimur eiginlegum markstöngum, og tveimur svokölluðum „fyrir aftan“ stöngum. 18 leikmenn eru í hvoru liði og er boltinn sem spilað er með svipaður rúgbíbolta nema aðeins minni og rúnnaðari. Ástralskur fótbolti er, líkt og nafnið gefur til kynna, fundinn upp í Ástralíu. Þar er hans sterkasta vígi, og nánar tiltekið er hann langmest iðkaður í Victoriufylki og höfuðborg þess Melbourne. Undanfarið hefur hann verið að breiðast nokkuð um heiminn, og er meðal annars iðkaður á Nýja Sjálandi, Bretlandi og í Japan. Þessi lönd, og fleiri til, hafa tekið þátt í heimsmeistaramótinu í áströlskum fótbolta. Ástralía tekur ekki þátt í því móti enda langsterkasti aðilinn í greininni.