Nicolas Sarkozy
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicolas Sarkozy (fullt nafn: Nicolas Paul Stéphane Sárközy de Nagy-Bócsa) (fæddur 28. janúar 1955 í Paris) er franskur stjórnmálamaður og forseti Frakklands. Hann tók opinberlega við embættinu 16. maí 2007, þegar Jacques Chirac lét af embætti.
Árið 2004 varð Nicolas Sarkozy formaður franska íhaldsflokksins Union pour un Mouvement Populaire, skammstafað UMP, og var forsetaefni flokksins í forsetakosningunum 2007 á móti fulltrúa Sósíalistaflokksins, Ségolène Royal.
Nicolas Sarkozky var borgarstjóri í Neuilly-sur-Seine frá 1983 til 2002. Árið 1983 fór hann á þing og hefur síðan þá gengt ýmsum embættum, svo sem: fjármálaráðherra og talsmaður þingsins (1993-1995), samgöngumálaráðherra 1994-1995 og auk þess að vera innanríkisráðherra á árunum 2002-2004 og 2005-2007.
Fyrirrennari: Jacques Chirac |
|
Eftirmaður: enn í embætti |