See also ebooksgratis.com: no banners, no cookies, totally FREE.

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Viðtengingarháttur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Viðtengingarháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Viðtengingarháttur (skammstafað sem vth. eða vh.) (latína: coniunctivus) flokkast undir hætti sagna (nánar til tekið persónuhátt). Hann er oftast notaður þegar við látum í ljós ósk, eitthvað sem er skilyrðisbundið, hugsanlegt eða mögulegt, óvissu, bæn, skilyrði o.s.frv. Hann dregur nafn sitt af því að hann er mikið notaður þegar aukasetningar tengjast aðalsetningum (ég kæmi ef ég gæti, ég færi ef ég treysti mér) Viðtengingarháttur er til í persónum, tölum, tíðum og myndum. Sem dæmi má taka sögnina að njóta eftir persónum í nútíð og þátíð:

Nútíð (nt.) Þátíð (þt.)
Eintala (et.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Fleirtala (ft.)
1. persóna (1.p.) Þótt ég njóti Þótt við njótum Þótt ég nyti Þótt við nytum
2. persóna (2.p.) Þótt þú njótir Þótt þið njótið Þótt þú nytir Þótt þið nytuð
3. persóna (3.p.) Þótt hann/hún/það nyti Þótt þeir/þær/þau njóti Þótt hann/hún/það nyti Þótt þeir/þær/þau nytu

Viðtengingingarhátt má alltaf finna með að setja þótt eða þó að og persónufornafn (ég, þú, hann, þau) fyrir framan sögnina. Viðtengingarháttur og framsöguháttur eru oft eins að forminu til í 1. og 2. persónu fleirtölu í nútíð og allri þátíð veikra sagna sem enda á -aði (við köllum í viðtengingarhætti fyrstu persónu fleirtölu nútíð en er eins í forsetningarhætti fyrstu persónu fleirtölu þátíð). Oft má þekkja hættina í sundur á merkingunni en einnig má setja í stað vafasagnarinnar einhverja sögn sem ekki er eins í báðum háttum, t.d. sögnina að fara:

Framsöguháttur Viðtengingarháttur
Nútíð (nt.) Þátíð (þt.) Nútíð (nt.) Þátíð (þt.)
Eintala (et.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Fleirtala (ft.)
1.p. Ég fer Við förum Ég fór Við fórum Þótt ég fari Þótt við förum Þótt ég færi Þótt við færum
2.p. Þú ferð Þið farið Þú fórst Þið fóruð Þótt þú farir Þótt þið farið Þótt þú færir Þótt þið færuð
3.p. Hann fer Þeir fara Hann fór Þeir fóru Þótt hann fari Þótt þeir fari Þótt hann færi Þótt þeir færu

Viðtengingarháttur er algengur í aukasetningum og óbeinni ræðu.

[breyta] Dæmi

  • Gæti ég fengið meira? (ósk)
  • Það væri gaman ef þið kæmuð með í ferðina. (eitthvað hugsanlegt)
  • Væri ég ekki svona latur, færi ég út í búð. (eitthvað hugsanlegt)
  • Ég held ég gangi heim. (óvissa)
  • Ég gengi heim ef ég væri ekki svona sárfættur. (skilyrði)
  • Ég spurði hvort hann kæmi fljótlega aftur. (skilyrði)

[breyta] Áhyggjur varðandi viðtengingarháttinn

Gísli Jónsson íslenskufræðingur, sem skrifaði pistla um íslenskt mál í Morgunblaðinu um árabil, segir í þætti 982:

Viðtengingarháttur hefur ekki átt sjö dagana sæla í máli margra grannþjóða okkar. Svo er komið, að varla er þar eftir nema tangur eða tetur. Þetta er óbætanlegt tjón fyrir fegurð og fjölbreytileika tungumálsins. Allt, sem er í útlöndum, kemur til okkar, og umsjónarmaður hefur stundum skrifað um þá hættu sem steðjar að viðtengingarhættinum okkar. [..] Hugarleti veldur mörgum málspjöllum, og lathuga menn forðast vanda með því að hafa sem flestar sagnir í framsöguhætti. Tómas Sæmundsson trúði því, að menn töluðu rétt, ef þeir hugsuðu rétt.

Hann bætir svo við og útskýrir viðtengingarháttinn:

Viðtengingarháttur er notaður til þess að tákna það sem er óvíst og skilyrðisbundið, ósk eða bæn. Dæmi: Hann vissi ekki hvort hann kæmi. Ég færi, ef ég gæti. Gangi þér vel. Fari hann og veri. Sértu í sæmd og æru. Málið flækist nokkuð af því, að ekki er sama hvort umsögn skilyrðissetningar er í þátíð eða nútíð. Í nútíðinni notum við framsöguhátt. Dæmi: Ég veit ekki hvort hann kemur á morgun. Ég hitti hann, ef hann er heima. Nokkrum hættir við að segja: ef hann ?sé.
Svokallaðar viðurkenningarsetningar eru tengdar með þó að og þótt (enda þótt). Í slíkum setningum er umsögnin í viðteningarhætti, og þess vegna nota margir þá aðferð til að þekkja eða finna háttinn, að búa sér til setningar sem hefjast á viðurkenningartengingum. Dæmi: Þótt ég fari, gerist ekki neitt. [1]

[breyta] Tenglar


aa - ab - af - ak - als - am - an - ang - ar - arc - as - ast - av - ay - az - ba - bar - bat_smg - bcl - be - be_x_old - bg - bh - bi - bm - bn - bo - bpy - br - bs - bug - bxr - ca - cbk_zam - cdo - ce - ceb - ch - cho - chr - chy - co - cr - crh - cs - csb - cu - cv - cy - da - de - diq - dsb - dv - dz - ee - el - eml - en - eo - es - et - eu - ext - fa - ff - fi - fiu_vro - fj - fo - fr - frp - fur - fy - ga - gan - gd - gl - glk - gn - got - gu - gv - ha - hak - haw - he - hi - hif - ho - hr - hsb - ht - hu - hy - hz - ia - id - ie - ig - ii - ik - ilo - io - is - it - iu - ja - jbo - jv - ka - kaa - kab - kg - ki - kj - kk - kl - km - kn - ko - kr - ks - ksh - ku - kv - kw - ky - la - lad - lb - lbe - lg - li - lij - lmo - ln - lo - lt - lv - map_bms - mdf - mg - mh - mi - mk - ml - mn - mo - mr - mt - mus - my - myv - mzn - na - nah - nap - nds - nds_nl - ne - new - ng - nl - nn - no - nov - nrm - nv - ny - oc - om - or - os - pa - pag - pam - pap - pdc - pi - pih - pl - pms - ps - pt - qu - quality - rm - rmy - rn - ro - roa_rup - roa_tara - ru - rw - sa - sah - sc - scn - sco - sd - se - sg - sh - si - simple - sk - sl - sm - sn - so - sr - srn - ss - st - stq - su - sv - sw - szl - ta - te - tet - tg - th - ti - tk - tl - tlh - tn - to - tpi - tr - ts - tt - tum - tw - ty - udm - ug - uk - ur - uz - ve - vec - vi - vls - vo - wa - war - wo - wuu - xal - xh - yi - yo - za - zea - zh - zh_classical - zh_min_nan - zh_yue - zu -