Trompet
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trompet er málmblásturshljóðfæri sem hefur hæsta tónsviðið af þeim, fyrir ofan franskt horn, básúnu, baritónhorns og túbu. Trompet er látúnshólkur sem er sveigður í flatan, einfaldan spíral. Hljóðið er framkallað með því að blása með samanherptum vörum í munnstykkið og framkalla þannig staðbylgju í loftinu inni í hólknum. Tóninum er breytt með vörunum og með því að breyta lengd loftrásarinnar með þremur stimpillokum.