Strengur (tölvunarfræði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strengur eru gagnatag í flestum forritunarmálum notað til að vinna með texta. Strengir bæði í forritunarmálum og stærðfræði eru notaðir til þess að halda utan um raðir tákna úr fyrirfram ákveðnum mengjum. Þessi mengi eru endanleg og kallast stafróf. Stafrófin geta verið mismunandi milli forritunarmála en oftast er um að ræða sammengi tölustafa, bókstafa og tákna. Strengir eru óbreytanlegir en forritunarmál bjóða gjarnan upp á leiðir til að meðhöndla strengi á ýmsa vegu.
[breyta] Dæmi um gilda strengi í Java
- "123456"
- "halló"
- "halló123"
- "Halló heimur"
- "10,000 fyrir 100%"
[breyta] Dæmi úr Java-kóða
Nýr strengur búinn til:
String str = "abc";
Má líka gera það svona:
char data[] = {'a', 'b', 'c'}; String str = new String(data);
Dæmi um hvernig má meðhöndla streng:
System.out.println("abc"); String cde = "cde"; System.out.println("abc" + cde); String c = "abc".substring(2,3); String d = cde.substring(1, 2);