Selma Björnsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selma Björnsdóttir (fædd 13. júní 1974) er íslensk söngkona sem meðal annars hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í tvígang. Í fyrra skiptið, árið 1999, flutti hún lagið „All out of luck“, sem hafnaði í öðru sæti og náði þar með besta árangri Íslands í keppninni. Hún keppti öðru sinni árið 2005 og flutti þá lagið „If I had you love“ en lagið komst ekki upp úr undankeppninni.