Sarah Bernhardt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sarah Bernhardt (22. október 1844 – 26. mars 1923) var frönsk leikkona sem hefur oft verið nefnd „frægasta leikkona í heimi“. Hún hóf feril sinn sem leikkona árið 1862 sem nemi við franska kómedíuleikhúsið í París. Henni gekk þó ekki vel í fyrstu og hætti og gerðist fylgdarkona árið 1865. Á 8. áratugnum varð hún fræg fyrir frammistöðu sína í leikhúsum Evrópu og varð brátt eftirsótt bæði þar og í New York-borg. Hún var einkum fræg fyrir alvarleg dramatísk hlutverk og fékk viðurnefnið „hin guðdómlega Sarah“.
„Sörur“ eru smákökur, með súkkulaðikremi og -hjúp, kenndar við Söruh Bernhardt en líklega upprunnar í Danmörku.