Rússneska byltingin 1917
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Rússneska byltingin“ vísar hingað. Aðgreiningarsíðan vísar á aðrar merkingar orðsins.
Rússneska byltingin 1917 var röð uppreisna í Rússlandi sem leiddu til þess að alræði Rússakeisara var hrundið og hinni hófsömu bráðabirgðastjórn steypt af stóli og valdatöku sovéta (ráða) bolsévika. Það leiddi svo til stofnunar Sovétríkjanna 1922.
Tímabilið skiptist í þrennt: Febrúarbyltingin batt enda á alræðisvald Nikulásar 2. Rússakeisara og leiddi til stofnunar bráðabirgðastjórnar undir stjórn Alexanders Kerenskíjs. Kerenskíj lét leiðtoga bolsévika lausa úr fangelsum því hann vonaðist til þess að þeir myndu taka þátt í bráðabirgðastjórninni, en þess í stað myndaði Vladímír Lenín Rauða herinn. Við tók tímabil þar sem tvenns konar stjórn ríkti, annars vegar bráðabirgðastjórnin í Pétursborg og hins vegar sovétin um allt land sem voru undir stjórn kommúnista. Mensjevikar börðust líka um völdin en gengu síðan til liðs við bráðabirgðastjórnina. Októberbyltingin varð síðan til þess að bráðabirgðastjórnin missti völd sín í hendur bolsévika og verkamannaráðanna undir stjórn Leníns.