Nár
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lík eða nár er líkami manns eftir að lífi hans lýkur. Andvana líkami dýrs nefnist aftur á móti hræ, en er stöku sinnum einnig haft um dauðan mann.
[breyta] Orðskýring
Lík þýðir hvortveggja (lifandi) líkami, þó það sé oftast haft um líkama látins manns. (Líkami þýðir í raun lík-hamur). Önnur orð sem haft er um andvana líkama (manna og dýra) eru orð eins og epja (gamalt orð), hrör (sem getur bæði þýtt dauði og lík) og kilja (frekar sjaldgæft).
Gálgnár er lík af hengdum manni, sænár er sjórekið lík og skernár er lík sem finnst á skeri.