Milestone ehf.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Milestone ehf. er íslenskt fjárfestingarfélag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Ingunnar Wernersdóttur og Steingríms Wernerssonar.
Fyrirtækið var stofnað í mars 1988 og hét þá Deiglan-Árman. Fyrirtækið er að hluta til í eigu Leifturs ltd., sem er skráð í Bresku Jómfrúreyjunum, og er einnig í eigu Wernerssystkinanna. Árið 2004 eignaðist fyritækið Apótek Austurbæjar ehf., Vesturbæjarapótek ehf. og Ísrann ehf. Nafninu var breytt í Milestone. Í apríl 2005 keypti Milestone 66.7% eignarhluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf..
Í dag á fyrirtækið auk þess hluti í Glitni banka hf., meirihluta hlutabréfa í Actavis Group hf. ásamt Lyf og heilsu hf. og hluti í Dagsbrún. Í lok árs 2005 námu eignir samstæðunnar um 80 milljörðum króna.
Í desember 2006 var tilkynnt um stofnun nýs fjárfestingarbanka, Askar Capital, sem Milestone væri kjölfestufjárfestir í.
[breyta] Tenglar
- Heimasíða Milestone
- Jóhannes Sigurðsson ráðinn aðstoðarforstjóri Milestone ehf, 04. janúar 2006
- Baugsmiðlar anno 2006, 12.3.2006
- Verulega dregur úr hagnaði Milestone ehf., 31. ágúst 2006
- Milestone - Ársuppgjör 2005 (Kauphöll Íslands), 31.3.2006
- Breytingar á eignarhaldi í Sjóvá, 19.04.2005