Loïe Fuller
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loïe Fuller (15. janúar 1862 – 1. janúar 1928) var bandarískur listdansari, frumkvöðull á sviði nútímadans og sviðslýsingar. Hún hóf feril sinn sem búrleskuleikkona og dansari. Hún þróaði sinn eigin stíl með frjálsum dansi í efnismiklum klæðum úr silki sem lýst voru upp með litaðri lýsingu sem hún hannaði sjálf. Hún sló í gegn með sýningar sínar í Evrópu þar sem hún kom fram reglulega í tónleikasalnum Folies Bergère. Dansar hennar voru eitt af því sem hafði áhrif á Art Nouveau-hreyfinguna en hún var líka virk meðal annarra listamanna og vísindamanna í París þar sem hún bjó til dauðadags. Hún átti nokkur skráð einkaleyfi fyrir lithlaup og ljómandi sölt til notkunar á búninga og í lýsingu.