Leipzig
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leipzig (sorbíska/lúsatíska: Lipsk) er stærsta borgin í sambandslandinu Saxlandi í Þýskalandi. Íbúar Leipzig eru 502.000. Borgin reis sem miðstöð verslunar þar sem árnar Pleiße, Weiße Elster og Parthe mætast. Háskólinn í Leipzig var stofnaður árið 1409 og fyrsta langlínujárnbrautin í Þýskalandi var lögð milli Leipzig og Dresden árið 1839. Leipzig var á árum áður höfuðborg prentlistarinnar.
Leipzig hefur stundum verið nefnd Hlaupsigar á íslensku.
[breyta] Tenglar