Kunoy
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kunoy (íslenska: Konuey) er eyja í Færeyjum, staðsett vestan við Borðey. Íbúarnir á þessari 35,5 km² eyju eru um það bil 130 manns. Hæsta fjallið á eyjunni heitir Kúvingafjall og er 830 metra hátt.
Símun av Skarði, (f. 1872, d. 1942) sem var færeyskt skáld fæddist á Kunoy. Hann er þekktur fyrir að hafa samið þjóðsöng Færeyja, Tú alfagra land mítt.
|
|
---|---|
Borðoy | Eysturoy | Fugloy | Hestur | Kalsoy | Koltur | Kunoy | Lítla Dímun | Mykines | Nólsoy | Sandoy | Skúvoy | Stóra Dímun | Streymoy | Suðuroy | Svínoy | Vágar | Viðoy |