Kjarneind
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjarneind er heiti tveggja þungeinda, þ.e. nifteinda og róteinda, sem mynda frumeindakjarnann. Fjöldi kjarneinda í frumeindakjarna nefnist massatala frumeindarinnar, táknuð með A, því að kjarneindirnar hafa massa sem að mjög nærri einum atómmassa. Fjölda róteinda í kjarnanum nefnist sætistala, táknuð með Z, en samsætur hafa sömu sætistölu en misjafnan fjölda nifteinda, táknaður með N og þar með ólíka massatölu, því A = Z + N. Kjarneðlisfræði fjallar um víxlverkun kjarneinda frumeindakjarnans við aðrar öreindir. Karneindir auk rafeinda mynda frumeindir, og þar með sameindir, sem allt efni samanstendur af.