John Dowland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Dowland (1563 - 20. febrúar 1626) var enskt tónskáld, söngvari og lútuleikari við upphaf barokktímabilsins. Í dag er hann þekktastur fyrir lagið „Flow My Tears“. Lítið er vitað um fyrri hluta ævi Dowlands annað en það að hann fæddist annaðhvort í London eða Dublin. Vitað er að hann fór til Parísar árið 1580 þar sem hann vann fyrir breska sendiherrann við frönsku hirðina. Þar snerist hann til rómversk-kaþólsku og sagði hann að þau trúskipti hefðu leitt til þess að hann fékk ekki vinnu við hirð mótmælandans Elísabetar I. Hann sagði þó engum af hinum nýju trúarbrögðum sínum. Í staðin vann hann í mörg ár fyrir Kristján IV Danakonung. Hann flutti aftur til Englands árið 1606 og árið 1612 fékk hann vinnu við hirð Jakobs I sem lútuleikari. Hann lést í London. Mest af tónlist Dowlands var fyrir hans egið hljóðfæri, lútuna. Þar á meðal eru nokkrar bækur af verkum fyrir einleikslútu, lútusöngvar (fyrir lútu og einn söngvara), keðjulög með undirleik lútu og nokkur verk fyrir lútu og víól.