Hraungerðishreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraungerðishreppur (áður nefndur Hraungerðingahreppur) var hreppur í norðanverðum Flóanum í Árnessýslu, kenndur við kirkjustaðinn Hraungerði. Annar kirkjustaður er í Laugardælum og er sóknarprestur séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Íbúafjöldi 1. desember 2005 var 200.
10. júní 2006 sameinaðist Hraungerðishreppur Villingaholtshreppi og Gaulverjabæjarhreppi og mynduðu þeir saman Flóahrepp.