Hnúðkál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnúðkál (fræðiheiti: Brassica oleracea var. gongylodes) er ræktunarafbrigði garðakáls. Hnúðkál er tvíær jurt sem safnar forða efst í stöngulinn á fyrsta árinu og myndar þannig ætan ofanjarðarhnúð sem blöðin standa út úr. Hnúðurinn er borðaður bæði hrár og soðinn.