Helvetica
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helvetica er stafagerð sem er steinskrift sem svissneski myndhönnuðurinn Max Miedinger hannaði árið 1957 við Haas-letursmiðjuna. Hún var hönnuð til að keppa við stafagerðina Akzidenz Grotesk. Nafnið er komið af latnesku nafni Sviss, Confederatio Helvetica.
Árið 2007 kom heimildamyndin Helvetica út.