GNOME
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
GNOME (stendur fyrir GNU Network Object Model Environment) er gluggaumhverfi fyrir Unix og lík stýrikerfi. GNOME er hluti af GNU verkefninu.
GNOME verkefnið var stofnað árið 1997 og var markmið þess að bjóða upp á frjálst gluggaumhverfi fyrir GNU/Linux stýrikerfið. GNOME er líklega vinsælasta gluggaumhverfi GNU/Linux stýrikerfisins ásamt KDE. Margar dreifingarútgáfur GNU/Linux nota GNOME sem aðal–gluggaumhverfi, s.s. Ubuntu, Fedora og Debian.
Síðasta stöðuga útgáfa GNOME er 2.10
[breyta] Tenglar