Friðrik 6. Danakonungur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðrik VI (28. janúar 1768 - 3. desember 1839) var Danakonungur 1808-1839 og konungur Noregs 1808-1814.
Hann kvæntist Marie Sofie Frederikke af Hessen-Kassel. Þau eignuðust átta börn . Tvær dætur komust til fullorðinsára en sex dóu í æsku. Hjákona Friðriks var Bente Rafsted og stóð samband þeirra í meira en 30 ár. Friðrik var alinn upp í þeim anda sem franski heimspekingurinn Rousseau setur fram í bókinni Émile.