Foldaborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Foldaborg er leikskóli í Reykjavík og er rekinn af Reykjavíkurborg. Leikskólinn var opnaður í desember 1986. Í starfi skólans er lögð áhersla á heimspeki. Veturinn 2007 til 2008 taka kennarar þátt í þróunarverkefni um heimspeki sem felst í að æfa sig í samræðu. Þá verður líka þróunarverkefni um umhverfið sem þriðji kennari. Í verkefninu verður skoðað hvernig kennararnir geta betur nýtt efnislegt umhverfi leikskóladeildanna til að hafa áhrif á samskipti og nám barnanna. Umhverfið sem þriðji uppalandinn er notað í Aðalnámskrá leikskóla en í Reggio fræðum er talað um þriðja kennarann. Barnið sjálft og hinn formlegi kennari eru hinir tveir kennarar skólans.