Austurlönd nær
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurlönd nær er almennt notað sem heiti á svæði í Suðvestur-Asíu sem nær yfir botn Miðjarðarhafs (Ísrael, Jórdaníu, Sýrland og Líbanon), Anatólíu (í Tyrklandi) og Mesópótamíu (Írak og austurhluti Sýrlands) og írönsku hásléttuna (í Íran).
Þótt Egyptaland sé að stærstum hluta í Norður-Afríku, er það almennt talið hluti austurlanda nær.
Þetta svæði skarast að stórum hluta við það svæði sem kallað er Mið-Austurlönd.