Merkúríus (reikistjarna)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merkúríus (einnig kölluð Merkúr) er innsta reikistjarnan í sólkerfinu og sú innsta af innri reikistjörnunum. Hún er nefnd eftir rómverska guðinum Merkúríus. Fyrir 5. öld f.Kr. héldu grikkir að hún væri tvær stjörnur, þar sem þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því að hún birtist sitt hvoru megin við sólina með svo stuttu millibili. Sú sem menn sáu á kvöldhimninum var kölluð Hermes en Apollo, eftir sólguðinum, þegar hún birtist á morgnana. Pýþagóras er talinn sá fyrsti sem benti á að þetta væri eini og sami hluturinn. Í kínveskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Vatnsstjarnan, byggt á frumefnunum fimm.
[breyta] Andrúmsloft
Merkúríus hefur leifar af andrúmslofti en það er afar þunnt. Gasfrumeinindirnar í andrúmsloftinu rekast oftar á yfirborð reikistjörnunnar en þær rekast hver á aðra. Reikistjarnan er því talin vera súrefnislaus. Andrúmsloftið er að mestu úr súrefni, vetni, helíum og natríum (sodium).
Vegna lítils þyngdarafls, tapast andrúmsloftið út í geiminn en er jafnað út af nokkrum ferlum:
- Sólvindar gripnir af segulmagni reikistjörnunnar.
- Loftkennd efni sem verða til vegna árekstra lítilla loftsteina á reikistjörnuna.
- Bein hitauppgufun pólaríssins.
- Útgösun.
Sólkerfið |
Sólin | Merkúríus | Venus | Jörðin (Tunglið) | Mars | Smástirnabeltið |
Júpíter | Satúrnus | Úranus | Neptúnus | Plútó | Kuiper-beltið | Oort-skýið |
Sjá einnig stjarnfræðileg fyrirbæri, og fyrirbæri í sólkerfinu, eftir radíus og massa |