Lesminni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lesminni er eitt aðalminnið sem notað er í tölvur í dag (Read-only memory) sem er skammstafað ROM. Lesminni er sú tegund af minni sem venjulega er bara hægt að lesa af, þ.e.a.s ekki hægt bæði að lesa og skrifa eins og hægt er að gera við venjulegt vinnsluminni(Random Acess Memory)eða RAM. Helstu kostirnir við lesminnið er að gögn sem eru í lesminni eru alltaf til staðar þó að rafmagn sé á tölvunni eða ekki. Hægt er að fjarlægja Lesminni kubb og geyma hann í óákveðin langan tíma, og setja hann síðan aftur í og þá er hann en með gögnin í sér frá því er hann var fjarlægður. Mikill kostur við lesminnið er að það er ekki auðvelt að breyta innihaldi þess. Það er mjög öruggt gagnvart vírusum, það er einfaldlega ekki hægt að sýkja lesminni með vírus. Lesminni er svokallað non-volatile storage minni, þar er átt við að lesminni er stabílt minni sem er ekki sveiflukennt og hagar sér svipað og harður diskur sem er flokkaður sem non-volatile storage líka.Venjulegt minni (RAM) er ekki non-volatile storage.
Þó að helsti kosturinn við lesminnið að það sé ekki auðvelt að breyta innihaldi þess, þá er samt gott að geta breytt/uppfært innihaldi lesminnis. Til eru nokkur afbrigði af lesminni sem hægt er að breyta undir ákveðnum kringumstæðum. Hér kemur listi yfir helstu lesminni og smá lýsing á eiginleikum þeirra.
ROM: Lesminni sem er byggt upp eins og örgjörvi og er hannað til að framkvæma ákveðna hluti og er alveg óbreytanlegt.
Programmable ROM(PROM):Lesminni sem er aðeins hægt að forrita með Sérstökum græjum, það er hægt að skrifa í það en aðeins einu sinni. Þessu lesminni er líkt við brennanlegan geisladisk CD-R, þar sem hægt er að brenna upplýsingar á kubbinn einu sinni og lesa af honum mörgum sinnum.
Erasable Programmable ROM(EPROM): Lesminni sem er hægt að eyða af og skrifa á, og er mikið meira notaður en PROM lesminnið. Þessu lesminni er líkt við endurbrennanlegann geisladisk eða CD-WR.
Electrically Erasable Programmable ROM(EEPROM): Nýjasta lesminnið sem er hægt að eyða og skrifa í með hugbúnað einum sér. Þetta lesminni er sveigjanlegast af öllum lesminnunum, þetta lesminni er aðallega notað til að innihalda BIOS forrit í móðurborðum. Hérna er aðeins farið inn á svæði þar sem Read-Only storage á ekki alveg við, en þetta er gert svo sjaldan að það er ekki hægt að bera það saman við venjulegt RAM vinnsluminni.
Allmörg tæki sem við notum daglega eru með einhverskonar ROM minni í sér, t.d. farsímar, lófatölvur, leikjatölvur, dvd tæki og sjónvörp.